Svartur kísill gæti lækkað verð á sólarskjöldum um 10%

Joshua Pearce, prófessor við Tækniháskólann í Michigan, hefur fundið leið til nota þurrætingu við framleiðslu á svörtum kísil í sólarsellur, sem skilar sér í 10% lækkun framleiðslukostnaðar á hverja orkueiningu. Þessi svarti kísill er reyndar nær fjórðungi dýrari í framleiðslu en hefðbundnari blár kísill, en hann nær að fanga sólarorkuna mun betur og auka þannig hagkvæmnina. Framleiðsla á sólarorku er þú þegar á pari við aðra endurnýjanlega orku hvað hagkvæmni varðar og 10% lækkun framleiðslukostnaður myndi bæta stöðu greinarinnar enn frekar. Joshua Pearce telur með öllu útilokað að kolaorkuver geti keppt við sólarorkuver í náinni framtíð.
(Sjá frétt Science Daily 4. september).

G20-ríkin moka fé í olíuiðnaðinn

offshore_sea_drilling_statoilG20-ríkin verja árlega um 452 milljörðum Bandaríkjadala (um 59.000 milljörðum ísl. kr.) í stuðning við kola-, olíu- og gasiðnaðinn, að því er fram kemur í nýrri skýrslu bresku hugveitunnar Overseas Development Institute. Í skýrslunni eru umrædd ríki gagnrýnd fyrir að fylgja ekki eigin stefnu í loftslagsmálum, en þau hafa öll heitið að vinna gegn loftslagsbreytingum. Stuðningur ríkjanna við jarðefnaeldsneytisgeirann er fjórfalt hærri en allir samanlagðir ríkisstyrkir þjóða heims til framleiðslu á endurnýjanlegri orku, svo sem í sólar- og vindorkuverum. Með afnámi styrkja til jarðefnaeldsneytisgeirans myndi skapast eðlilegt samkeppnisumhverfi á orkumarkaði, að því er fram kemur í skýrslunni.
(Sjá frétt EurActive 12. nóvember).

Samkeppni um bestu loftslagsverkefnin

A tree you likeÍ fyrradag hleypti Connie Hedegaard, umhverfisstjóri Evrópusambandsins, formlega af stokkunum sérstakri samkeppni um besta loftslagsverkefnið. Tilgangurinn er að fá fram góð dæmi um aðgerðir einstaklinga og samtaka til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Frestur til að senda inn upplýsingar um verkefni er til 11. maí, og í maí og júní getur almenningur kosið um bestu verkefnin á þar til gerðri vefsíðu. Þrjú bestu verkefnin verða síðan verðlaunuð á Sustainiahátíðinni í Kaupmannahöfn í október. Samkeppnin er liður í átakinu A world you like. With a climate you like sem hófst í október 2012 og hefur vakið talsverða athygli, m.a. á Facebook.
(Sjá frétt á heimasíðu A world you like 11. febrúar).