G20-ríkin moka fé í olíuiðnaðinn

offshore_sea_drilling_statoilG20-ríkin verja árlega um 452 milljörðum Bandaríkjadala (um 59.000 milljörðum ísl. kr.) í stuðning við kola-, olíu- og gasiðnaðinn, að því er fram kemur í nýrri skýrslu bresku hugveitunnar Overseas Development Institute. Í skýrslunni eru umrædd ríki gagnrýnd fyrir að fylgja ekki eigin stefnu í loftslagsmálum, en þau hafa öll heitið að vinna gegn loftslagsbreytingum. Stuðningur ríkjanna við jarðefnaeldsneytisgeirann er fjórfalt hærri en allir samanlagðir ríkisstyrkir þjóða heims til framleiðslu á endurnýjanlegri orku, svo sem í sólar- og vindorkuverum. Með afnámi styrkja til jarðefnaeldsneytisgeirans myndi skapast eðlilegt samkeppnisumhverfi á orkumarkaði, að því er fram kemur í skýrslunni.
(Sjá frétt EurActive 12. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s