Rafbílar gætu dregið verulega úr innflutningi eldsneytis

The-BMW-i3-is-representat-160Rafbílavæðing Bretlands gæti þýtt um 40% samdrátt í innflutningi eldsneytis til ársins 2030 á sama tíma og bílstjórar myndu spara um 13 milljarða sterlingspunda (um 2.700 milljarða ísl. kr.) samkvæmt hagrannsóknum Háskólans í Cambridge. Jafnframt myndi þetta þýða um 47% samdrátt í losun koltvísýrings, auk mikils samdráttar í útblæstri köfnunarefnisoxíðs og svifryks, sem gæti einn og sér sparað heilbrigðiskerfinu milljarð punda. Í rannsókninni er gert ráð fyrir að um 6 milljónir rafbíla verði á götum Bretlands árið 2030, en þróunin veltur þó á því að aukin áhersla verði lögð á uppbyggingu innviða. Þétt og öruggt net hleðslustöðva dregur verulega úr drægnikvíða (e. range anxiety) sem er ein helsta ástæða þess að almenningur hikar við að breyta yfir í rafbíla. Á sama tíma og rafbílavæðing getur dregið verulega úr kostnaði vegna öndunarfærasjúkdóma myndi hún skapa 7.000-19.000 ný störf og verg þjóðarframleiðsla myndi aukast vegna minni innflutnings olíu.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s