Er grænt te allra meina bót?

gront_te_160Varnarefni fundust í öllum tegundum af grænu tei sem sænsku neytendasamtökin Råd&Rön rannsökuðu á dögunum. Rannsóknin náði til 12 tetegunda og 300 varnarefna sem notuð eru í landbúnaði. Tvær tegundir fengu falleinkunn, en þær voru frá fyrirtækjunum Lipton og Garant og innihéldu hvor um sig um 15 varnarefni. Í bragðbættu grænu tei frá Garant fannst m.a. fimmfalt meira af skordýraeitrinu asetamípríð en leyfilegt er samkvæmt reglum ESB og Lipton-teið innihélt sexfalt leyfilegt magn af rotvarnarefninu fenýlfenól. Lífrænt te frá Clippers fékk bestu einkunnina. Grænt te er gjarnan markaðssett sem heilsudrykkur vegna andoxunarefna sem fyrirfinnast í því frá náttúrunnar hendi.
(Sjá frétt Råd&Rön 27. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s