Skaðleg efni í hreinsiklútum

Attractive woman cleaning her face with a tissueSkaðleg efni fundust í 23 af 30 hreinsiklútum sem dönsku neytendasamtökin Tænk rannsökuðu á dögunum. Athugað var hvort klútarnir innihéldu ofnæmisvaldandi efni, hormónaraskandi efni og ilmefni og í ljós kom að aðeins þriðjungur klútanna var laus við slíkt. Nivea kom einna verst út úr könnuninni, en tvær verstu vörurnar að þessu leyti komu báðar þaðan. Einnig kom í ljós að hátt verð tryggir ekki að varan sé laus við skaðleg efni þar sem ódýrustu klútarnir voru í hópi þeirra bestu. Hreinsiklútar eru einkum notaðir til að fjarlægja farða af andliti og efnin geta því setið alllengi á húðinni. Neytendasamtökin telja þetta sérstaklega slæmt þegar ofnæmisvaldandi efni eiga hlut. Besta leiðin til að forðast hættuleg efni í hreinsiklútum er að velja vörur sem vottaðar eru með Norræna svaninum eða Bláa kransinum sem er merki astma- og ofnæmissamtaka Danmerkur.
(Sjá frétt Søndagsavisen 5. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s