Krabbameinsvaldandi efni á hárgreiðslustofum

hargreidslaStyrkur krabbameinsvaldandi efna í blóði hárgreiðslufólks fer hækkandi eftir því sem viðkomandi einstaklingar vinna oftar með hárliti og permanent. Þetta kemur fram í grein sem birtist nýlega í tímaritinu Occupational and Environmental Medicine. Svo virðist sem krabbameinsvaldandi efnið tólúidín leynist enn í efnum sem notuð eru á hárgreiðslustofum, en tólúidín er á bannlista Evrópusambandsins yfir efni í snyrtivörum vegna krabbameinsvaldandi eiginleika þess. Hárgreiðslufólk er skilgreint sem áhættuhópur vegna nálægðar við krabbameinsvaldandi efni. Til að draga úr áhættunni er fólk í greininni hvatt til að meðhöndla hárliti og permanentefni aldrei með berum höndum.
(Sjá frétt Science Daily í dag).

Varað við hárlitun

Hárlitir ForbrukerrådetNorsku neytendasamtökin (Forbrukerrådet) vara fólk við því að láta lita á sér hárið, sérstaklega þegar í hlut eiga börn, ófrískar konur og mæður með börn á brjósti. Aðvörunin kemur í kjölfar efnagreiningar samtakanna á 12 tegundum hárlita. Allar tegundirnar innihéldu öfluga ofnæmisvalda og í 10 þeirra fundust auk þess hormónaraskandi efni. Samtökin benda á að ofnæmi fyrir efnum í hárlitum fylgi fólki allt lífið, en þeir sem vilji eftir sem áður fá lit í hárið ættu að kaupa þá þjónustu á „grænum hárgreiðslustofum“. Að sögn talsmanns samtakanna gerir almenningur sér ekki grein fyrir því að hárlitir eru „botnvörur“ (n. versting-produkter) í heilsufarslegu tilliti. Samtökin lýsa eftir aðgerðaáætlun stjórnvalda um eiturlausan hversdag, en slíkar áætlanir hafa lengi verið til í Danmörku og Svíþjóð.
(Sjá fréttatilkynningu Forbrukerrådet 9. janúar).

Ofnæmisvaldar í nær öllum hárlitum

Hárlitun IMSÍ nýrri athugun Umhverfisstofnunar Danmerkur (Miljøstyrelsen) reyndust 363 af 365 hárlitum innihalda litarefni sem geta valdið ofnæmi eða öðrum heilsufarsvandamálum. Hvorug þeirra tveggja tegunda sem stóðust prófið fást á almennum markaði og báðar eru með rauðum litarefnum sem henta ekki endilega öllum. Þeir sem vilja forðast ofnæmi ættu helst að sleppa því að lita á sér hárið, en fá sér strípur ella. Telji fólk hárlit nauðsynlegan er ástæða til að kynna sér innihaldsefnin vandlega.
(Sjá frétt á forbrugerkemi.dk í gær).

Hertar reglur í ESB um merkingu hárlita

Þann 1. nóvember sl. gengu í gildi reglur innan Evrópusambandsins um að hárlitir sem innihalda mjög ofnæmisvaldandi efni skuli merktir með sérstökum varúðarmerkingum, þ.á.m. um að tilteknir litir séu ekki ætlaðir börnum yngri en 16 ára. Eftir því sem fólk er yngra þegar það byrjar að nota hárliti er meiri hætta á að það þrói með sér ofnæmi gegn litarefnunum. Umræddar reglur gilda aðeins um sterkustu ofnæmisvaldana, þannig að áfram verða mildari hárlitir seldir án sérstakra varúðarmerkinga, jafnvel þótt þeir innihaldi ofnæmisvaldandi efni. Umræddar reglur taka væntanlega ekki gildi á Íslandi fyrst um sinn.
(Sjá frétt á Forbrugerkemi.dk 1. nóvember).

Ofnæmisvaldar í flestum hárlitum

Nær útilokað er að finna hárliti sem hvorki innihalda ofnæmisvalda né önnur skaðleg efni. Í könnun sem gerð var á vegum danska neytendablaðsins Tænk fundust sterkir eða meðalsterkir ofnæmisvaldar í 20 litum af 30 sem prófaðir voru. Hinir 10 innihéldu allir væga ofnæmisvalda eða önnur efni sem geta verið skaðleg umhverfi eða heilsu.
(Sjá nánar í frétt á forbrugerkemi.dk 10. sept. sl).