Þann 1. nóvember sl. gengu í gildi reglur innan Evrópusambandsins um að hárlitir sem innihalda mjög ofnæmisvaldandi efni skuli merktir með sérstökum varúðarmerkingum, þ.á.m. um að tilteknir litir séu ekki ætlaðir börnum yngri en 16 ára. Eftir því sem fólk er yngra þegar það byrjar að nota hárliti er meiri hætta á að það þrói með sér ofnæmi gegn litarefnunum. Umræddar reglur gilda aðeins um sterkustu ofnæmisvaldana, þannig að áfram verða mildari hárlitir seldir án sérstakra varúðarmerkinga, jafnvel þótt þeir innihaldi ofnæmisvaldandi efni. Umræddar reglur taka væntanlega ekki gildi á Íslandi fyrst um sinn.
(Sjá frétt á Forbrugerkemi.dk 1. nóvember).