Nær útilokað er að finna hárliti sem hvorki innihalda ofnæmisvalda né önnur skaðleg efni. Í könnun sem gerð var á vegum danska neytendablaðsins Tænk fundust sterkir eða meðalsterkir ofnæmisvaldar í 20 litum af 30 sem prófaðir voru. Hinir 10 innihéldu allir væga ofnæmisvalda eða önnur efni sem geta verið skaðleg umhverfi eða heilsu.
(Sjá nánar í frétt á forbrugerkemi.dk 10. sept. sl).