Í nýrri athugun Umhverfisstofnunar Danmerkur (Miljøstyrelsen) reyndust 363 af 365 hárlitum innihalda litarefni sem geta valdið ofnæmi eða öðrum heilsufarsvandamálum. Hvorug þeirra tveggja tegunda sem stóðust prófið fást á almennum markaði og báðar eru með rauðum litarefnum sem henta ekki endilega öllum. Þeir sem vilja forðast ofnæmi ættu helst að sleppa því að lita á sér hárið, en fá sér strípur ella. Telji fólk hárlit nauðsynlegan er ástæða til að kynna sér innihaldsefnin vandlega.
(Sjá frétt á forbrugerkemi.dk í gær).