Netflix í slæmum félagsskap

clickclean160Netflix og Amazon eru í hópi þeirra þjónustuaðila á netinu sem nota hlutfallslega mest af kolum og öðru jarðefnaeldsneyti til að knýja starfsemi sína, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Greenpeace um orkunotkun internetfyrirtækja (Clicking Clean). Apple, Google og Facebook eru hins vegar í hópi þeirra netfyrirtækja sem komin er lengst í að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Upplýsingatæknigeirinn notaði um 7% of allri raforku sem framleidd var í heiminum árið 2012 og er búist við að þessi tala fari jafnvel yfir 12% á árinu 2017. Streymi myndefnis vegur þyngst í þessum efnum. Hlutur þess í netumferð var 63% árið 2015 og samkvæmt spám verður hann kominn í 80% árið 2020. Netfyrirtækin, og þá ekki síst þau sem dreifa myndefni, hafa því mikil áhrif á það hvernig orkumarkaður heimsins og þar með losun gróðurhúsalofttegunda mun þróast næstu ár.
(Sjá fréttatilkynningu Greenpeace 10. janúar).

Amazon og Twitter fá falleinkunn

googleAmazon og Twitter fá falleinkunn hjá Greenpeace þegar sjálfbærni samfélagsmiðla er skoðuð. Í nýjustu skýrslu samtakanna undir yfirskriftinni Clicking Clean kemur fram að þessi tvö fyrirtæki hafi sýnt litla viðleitni til að gera þjónustuna sjálfbærari. Þannig hafi ekki verið lögð áhersla á hreina orku þegar gagnaverum fyrirtækjanna var valinn staður. Raforkunotkun gagnavera hefur aukist mikið með stóraukinni netnotkun. Því hafa fyrirtæki á borð við Facebook, Google og Apple sett sér það markmið að raforkan sem þau kaupa sé 100% endurnýjanleg og í mörgum tilvikum framleiða fyrirtækin sína eigin raforku með vindmyllum og sólföngurum. Amazon rekur m.a. gagnaver fyrir Netflix, Spotify, Pinterest, Tumblr og Vine, og ætti að mati Greenpeace að setja sér metnaðarfull markmið um endurnýjanlega orku. Samtökin telja að um 40% af orkunni fyrir gagnaver Amazon sé framleidd með kolum, auk þess sem gagnsæi sé ábótavant í starfsemi fyrirtækjanna tveggja.
(Sjá frétt The Guardian í dag).