Amazon og Twitter fá falleinkunn

googleAmazon og Twitter fá falleinkunn hjá Greenpeace þegar sjálfbærni samfélagsmiðla er skoðuð. Í nýjustu skýrslu samtakanna undir yfirskriftinni Clicking Clean kemur fram að þessi tvö fyrirtæki hafi sýnt litla viðleitni til að gera þjónustuna sjálfbærari. Þannig hafi ekki verið lögð áhersla á hreina orku þegar gagnaverum fyrirtækjanna var valinn staður. Raforkunotkun gagnavera hefur aukist mikið með stóraukinni netnotkun. Því hafa fyrirtæki á borð við Facebook, Google og Apple sett sér það markmið að raforkan sem þau kaupa sé 100% endurnýjanleg og í mörgum tilvikum framleiða fyrirtækin sína eigin raforku með vindmyllum og sólföngurum. Amazon rekur m.a. gagnaver fyrir Netflix, Spotify, Pinterest, Tumblr og Vine, og ætti að mati Greenpeace að setja sér metnaðarfull markmið um endurnýjanlega orku. Samtökin telja að um 40% af orkunni fyrir gagnaver Amazon sé framleidd með kolum, auk þess sem gagnsæi sé ábótavant í starfsemi fyrirtækjanna tveggja.
(Sjá frétt The Guardian í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s