Fullkomnasta glerendurvinnslustöð Evrópu rís í Skotlandi

ViridorflöskurEndurvinnslufyrirtækið Viridor hyggst opna nýja endurvinnslustöð fyrir gler í Newhouse í Lanarkskíri í Skotlandi á sumri komanda. Stöðin, sem sögð er verða sú fullkomnasta í Evrópu, mun geta endurunnið 200.000 tonn af gleri árlega. Stofnkostnaður stöðvarinnar verður um 25 milljónir sterlingspunda (tæpir 4,8 milljarðar ísl.kr.). Með tilkomu stöðvarinnar skapast ný störf og skoskir vískýframleiðendur verða minna háðir innflutningi á umbúðum en nú er, auk þess sem litið er á stöðina sem mikilvægan lið í áætlunum Skota um að útrýma úrgangi.
(Sjá frétt EDIE 23. janúar).

Viskíúrgangur verður að eldsneyti

Hliðarafurðum úr viskíframleiðslu verður breytt í eldsneyti samkvæmt nýju samkomulagi viskýframleiðandans Tullibardine og sprotafyrirtækisins Celtic Renewables, sem þróað hefur tækni til að vinna bútanól úr lífrænum úrgangi. Verkefnið er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Zero Waste Scotland styrkir verkefnið um 155.000 sterlingspund (um 31 milljón ísl. kr.), en enn hærri upphæð sparast árlega í lægri förgunargjöldum. Stefnt er að framleiðslu á allt að 10.000 lítrum af bútanóli, sem er þó aðeins örlítið brot af því sem gæti orðið ef allir skoskir viskýframleiðendur legðu saman.
(Sjá frétt EDIE í gær).