Fullkomnasta glerendurvinnslustöð Evrópu rís í Skotlandi

ViridorflöskurEndurvinnslufyrirtækið Viridor hyggst opna nýja endurvinnslustöð fyrir gler í Newhouse í Lanarkskíri í Skotlandi á sumri komanda. Stöðin, sem sögð er verða sú fullkomnasta í Evrópu, mun geta endurunnið 200.000 tonn af gleri árlega. Stofnkostnaður stöðvarinnar verður um 25 milljónir sterlingspunda (tæpir 4,8 milljarðar ísl.kr.). Með tilkomu stöðvarinnar skapast ný störf og skoskir vískýframleiðendur verða minna háðir innflutningi á umbúðum en nú er, auk þess sem litið er á stöðina sem mikilvægan lið í áætlunum Skota um að útrýma úrgangi.
(Sjá frétt EDIE 23. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s