Viskíúrgangur verður að eldsneyti

Hliðarafurðum úr viskíframleiðslu verður breytt í eldsneyti samkvæmt nýju samkomulagi viskýframleiðandans Tullibardine og sprotafyrirtækisins Celtic Renewables, sem þróað hefur tækni til að vinna bútanól úr lífrænum úrgangi. Verkefnið er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Zero Waste Scotland styrkir verkefnið um 155.000 sterlingspund (um 31 milljón ísl. kr.), en enn hærri upphæð sparast árlega í lægri förgunargjöldum. Stefnt er að framleiðslu á allt að 10.000 lítrum af bútanóli, sem er þó aðeins örlítið brot af því sem gæti orðið ef allir skoskir viskýframleiðendur legðu saman.
(Sjá frétt EDIE í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s