Toyota stefnir að 90% samdrætti í losun fyrir árið 2050

2050 (160x113)Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur kynnt áætlun um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá allri starfsemi sinni og framleiðsluvörum um 90% fyrir árið 2050. Áætlunin, sem gengur undir nafninu „Toyota Environmental Challenge 2050“, inniheldur sex meginmarkmið sem m.a. á að ná með stóraukinni áherslu á framleiðslu vetnisbíla, svo og með því að vetnisvæða framleiðslulínur fyrirtækisins. Toyota gerir ráð fyrir að framleiða um 30.000 vetnisbíla á ári frá og með árinu 2020. Sala á vetnisbílnum Toyota Mirai þykir lofa góðu, en hann var settur í markað í ágúst á þessu ári.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Einkaleyfi Toyota á vetnisbílum opnuð öðrum

Toyota_160Japanski bílaframleiðandinn Toyota tilkynnti á dögunum að fyrirtækið hygðist gera 5.680 einkaleyfi sem tengjast þróun og framleiðslu vetnisbíla og efnarafala aðgengileg fyrir aðra framleiðendur. Tilkynningin kemur í framhaldi af kynningu fyrirtækisins á vetnisbílnum Toyota Mirai sem settur verður á markað á árinu. Með þessu fylgir Toyota í fótspor Tesla sem opnaði á síðasta ári einkaleyfi sín sem tengdust framleiðslu rafbíla. Með því að deila þessum upplýsingunum vill Toyota flýta fyrir þróun umhverfisvænna samgangna og hvetja um leið önnur bílafyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Samstarf innan greinarinnar er einnig mikilvægt til að tryggja að sömu innviðir henti sem flestum bílategundum. Samhliða þróun Mirai bílsins hefur Toyota stutt við uppbyggingu vetnisstöðva í Kaliforníu og í norðausturríkjum Bandaríkjanna.
(Sjá frétt EDIE 7. janúar).