Toyota stefnir að 90% samdrætti í losun fyrir árið 2050

2050 (160x113)Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur kynnt áætlun um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá allri starfsemi sinni og framleiðsluvörum um 90% fyrir árið 2050. Áætlunin, sem gengur undir nafninu „Toyota Environmental Challenge 2050“, inniheldur sex meginmarkmið sem m.a. á að ná með stóraukinni áherslu á framleiðslu vetnisbíla, svo og með því að vetnisvæða framleiðslulínur fyrirtækisins. Toyota gerir ráð fyrir að framleiða um 30.000 vetnisbíla á ári frá og með árinu 2020. Sala á vetnisbílnum Toyota Mirai þykir lofa góðu, en hann var settur í markað í ágúst á þessu ári.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s