Aukin áhersla á endurvinnslu matarleifa

Á síðustu misserum hafa sífellt fleiri sveitarfélög í Danmörku tekið upp sérstaka söfnun á matarúrgangi. Nú er þessi þjónusta til staðar í 31 sveitarfélagi af 98, en var aðeins í 22 sveitarfélögum fyrir hálfu öðru ári. Með þessu móti opnast möguleikar á að nýta auðlindir í úrganginum betur, bæði með gasframleiðslu og framleiðslu jarðvegsbætis, en hingað hefur mest af þessum úrgangi farið í brennslu. Fyrir skemmstu náðist samkomulag innan Evrópusambandsins um að lögbinda sérstaka söfnun lífræns úrgangs frá og með árinu 2023.
(Sjá frétt á heimasíðu Miljøstyrelsen 23. janúar).

Lundur er besta úrgangssveitarfélag Svíþjóðar

Lundur stendur sig best allra sænskra sveitarfélaga í úrgangsmálum samkvæmt nýjum samanburði Avfall Sverige á úrgangstölfræði sveitarfélaganna. Þessir útreikningar byggja á einkunnum fyrir helstu þætti úrgangsmála, svo sem ánægju íbúa, endurvinnslu matarleifa og annars efnis, úrgangsmagni og hlut umbúða og pappírs í heimilisúrgangi. Almennt hefur magn heimilisúrgangs í Svíþjóð farið heldur minnkandi. Árið 2016 henti hver Svíi 467 kg í ruslið, samanborið við 478 kg árið 2015.
(Sjá frétt Förvaltarforum 19. september).