Afli tvöfaldaður með sjálfbærum fiskveiðum

fishingUK_160Bretar gætu tvöfaldað sjávarafla sinn á næstu 10 árum ef kvótaheimildir ESB væru í takt við ráðgjöf rannsóknarstofnana. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá New Economics Foundation þar sem mælt er með lækkun kvótaheimilda fyrir ákveðna stofna sem hafa verið ofveiddir, þannig að stofnarnir geti náð sér. Með þessu móti gæti breski fiskveiðiflotinn aukið afla sinn úr 560 milljónum tonna í 1.100 milljónir með tilheyrandi aukningu í tekjum og fjölgun starfa. Menn eru hins vegar tregir til að minnka kvótann, þar sem það getur haft mikil áhrif á efnahaginn til skamms tíma. Kvótarnir eru ákveðnir með tilliti til sögu fiskveiða og stærðar fiskveiðiflota í hverju landi, en sjávarútvegsráðherrum ESB ber engin skylda til að taka tillit til sjálfbærrar auðlindanýtingu til að koma í veg fyrir ofveiði. Endurbætur á kvótakerfi ESB eru þó á döfinni á næstu 5 árum þar sem lögð verður áhersla á að kvóti sé ákveðinn út frá sjálfbærum hámarksafla.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

Lífríki á undanhaldi

The-State-of-Nature--Gard-009Lífríki Bretlands hnignar samkvæmt nýrri stöðuskýrslu sem nær til 3.148 tegunda á landi, í vatni og í lofti. Fækkun hefur orðið í þremur tegundum af hverjum fimm á síðustu 50 árum og ein af hverjum 10 tegundum er í útrýmingarhættu. Þessi þróun er rakin til aukins þunga í landbúnaði með tilheyrandi eyðingu búsvæða, aukinnar notkunar varnarefna, útþenslu byggðar, ofveiði og loftslagsbreytinga.
(Sjá frétt The Guardian 21. maí).