Lífríki Bretlands hnignar samkvæmt nýrri stöðuskýrslu sem nær til 3.148 tegunda á landi, í vatni og í lofti. Fækkun hefur orðið í þremur tegundum af hverjum fimm á síðustu 50 árum og ein af hverjum 10 tegundum er í útrýmingarhættu. Þessi þróun er rakin til aukins þunga í landbúnaði með tilheyrandi eyðingu búsvæða, aukinnar notkunar varnarefna, útþenslu byggðar, ofveiði og loftslagsbreytinga.
(Sjá frétt The Guardian 21. maí).