Eiturefni í söluvarningi fyrir HM 2014

hm2014Varningur frá Nike, Adidas og Puma sem ætlaður er til sölu í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem hefst í Ríó í næsta mánuði, inniheldur ýmis skaðleg efni yfir leyfilegum mörkum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Greenpeace, A Red Card for Sportswear Brands. Skýrslan byggir á greiningu á 33 vörutegundum sem settar hafa verið á markað í tilefni af keppninni, nánar tiltekið 21 tegund af fótboltaskóm, 7 bolum, fjórum mismunandi markmannshönskum og hinum opinbera fótbolta mótsins. Óháðar rannsóknarstofur í Þýskalandi og Bretlandi fundu meðal annars perflúorkolefni (PFC), nónýlfenóletoxýlat (NPE), þalöt og dímetýlformamíð (DMF) í vörunum, en þessi efni eru talin vera krabbameinsvaldandi, hormónaraskandi og hafa áhrif á frjósemi. Allir skór sem skoðaðir voru innihéldu bæði þalöt og DMF og 13 skótegundir af 21 innihéldu PFC yfir leyfilegum mörkum Evrópusambandsins í textílvöru. Fyrirtækin þrjú taka öll þátt í DETOX-verkefni Greenpeace sem hefur það að markmiði að hætta notkun á skaðlegum efnum fyrir árið 2020.
(Sjá frétt Fashion Forum í dag).

Umhverfisvænstu fótboltaskórnir

Nike kynnti á dögunum fótboltaskóinn GS2, sem fyrirtækið segir vera þann umhverfisvænsta á markaðnum. Skórinn vega aðeins um 160 g og er að talsverðu leyti gerður úr endurunnu efni og endurnýjanlegu efni sem unnið er úr plöntum. Þannig er sólinn að hluta úr kristpálmafræjum (e. castor beans) og reimar o.fl. úr allt að 70% endurunnu efni. Engu er þó fórnað í gæðum að sögn framleiðandans.
(Sjá frétt EDIE 26. nóvember).