Nike kynnti á dögunum fótboltaskóinn GS2, sem fyrirtækið segir vera þann umhverfisvænsta á markaðnum. Skórinn vega aðeins um 160 g og er að talsverðu leyti gerður úr endurunnu efni og endurnýjanlegu efni sem unnið er úr plöntum. Þannig er sólinn að hluta úr kristpálmafræjum (e. castor beans) og reimar o.fl. úr allt að 70% endurunnu efni. Engu er þó fórnað í gæðum að sögn framleiðandans.
(Sjá frétt EDIE 26. nóvember).