Súrnun sjávar hefur gríðarleg áhrif á virkni sjávarbaktería samkvæmt nýrri rannsókn frá Linnaeus háskólanum í Svíþjóð, en þar kemur fram að til að geta tekist á við lægra sýrustig þurfi bakteríurnar að draga verulega úr annarri virkni. Bakteríur gegna mikilvægu hlutverki í hringrás næringarefna í sjónum þar sem þær brjóta m.a. niður lífræn efni sem eru losuð í sjóinn með skólpi og sem verða til þegar smásæir þörungar deyja. Segja má að bakteríurnar séu skólphreinsistöðvar hafsins og þær stuðla að heilbrigðu vistkerfi. Þar að auki aðstoða bakteríurnar við að leysa úr læðingi köfnunarefni, fosfór og önnur næringarefni sem eru undirstaða fæðukeðjunnar. Talið er að heimshöfin verði um þrefalt súrari um næstu aldamót en þau eru nú, en hingað til hafa rannsóknir á áhrifum súrnunarinnar aðallega snúið að kóralrifum, kalkkenndum þörungum og skelfiski. Bein áhrif á bakteríuflóruna gæti haft ófyrirsjánleg áhrif á alla fæðukeðjuna.
(Sjá frétt Science Daily 12. janúar).
Mikilvægar og sláandi fréttir !