Sjálfbærni í brennidepli á NorthSide tónlistarhátíðinni

northsideUm 80% af öllum mat og rúmlega 50% af öllum kranabjór sem seldur var í sölubásum á NorthSide tónlistarhátíðinni í Árósum sl. sumar var lífrænt vottað auk þess sem meira en helmingur þess úrgangs sem féll til á hátíðinni var flokkaður til efnisendurvinnslu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka sjálfbærni viðburðarins með sérstakri áherslu á orkunýtingu, endurnýtingu, úrgangsflokkun og lífrænar matvörur. Aðstandendur hátíðarinnar segja að kröfurnar verði enn strangari á næsta ári, enda sé stefnt að því að allur matur og drykkur verði lífrænt vottaður og að hátíðin verði úrgangslaus (þ.e.a.s. að enginn blandaður úrgangur falli til).
(Sjá frétt Økologisk landsforening 11. janúar)

Ein hugrenning um “Sjálfbærni í brennidepli á NorthSide tónlistarhátíðinni

  1. Frábært hjá þeim !
    En mér finnst samt sem áður útvötnun á sjálfbærnihugtakinu að segja að sjálfbærni hafi verið í brennidepli. Umsjónarmenn hafa kannski notað orðið og þannig gert góða hluti með að halda hugtakinu á lofti, en ef þeir minnast ekki á hið eiginlega markmið (til dæmis mælt þannig heildar vistspor jarðarbúa eigi ekki að fara fram úr „framleiðslugetu“ lífhvólfsins), þá er þetta ákveðin tegund af grænþvótti ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s