Umbun hækkar endurvinnsluhlutfall

carrotEndurvinnsluhlutfall er hærra í sveitarfélögum sem notast við kerfi sem byggt er á jákvæðum fjárhagslegum hvötum en í sveitarfélögum þar sem endurvinnsla er gerð að skyldu. Þetta kemur fram í nýrri könnun bresku samtakanna Greenredeem, en þau hafa þróað kerfi þar sem neytendur safna endurvinnslupunktum sem þeir geta nýtt til að greiða fyrir vörur og þjónustu hjá einhverjum af 450 samstarfsaðilum samtakanna. Sveitarfélög sem eru í samstarfi við Greenredeem hafa náð allt að 27% endurvinnsluhlutfalli fyrir gler, plast og pappír á meðan sveitarfélög með reglur um endurvinnslu hafa náð um 15%. Greenredeem kerfið hefur jafnframt í för með sér auknar tekjur fyrir fyrirtæki í umræddum sveitarfélögum, auk þess sem margir velja að gefa punktana sína til góðgerðarfélaga á svæðinu. Talsmaður samtakanna bendir á að þörf sé á frumlegum lausnum ef Bretland á að ná 50% endurvinnslumarkmiði sínu fyrir 2020.
(Sjá frétt EDIE 16. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s