Kjarnasamruni til raforkuframleiðslu gæti orðið að veruleika innan 10 ára að mati sérfræðinga bandaríska fyrirtækisins Lockheed Martin. Fyrirtækið hefur þróað litla samrunaofna (um 6 fermetra) með 100 MW uppsett afl, sem mögulega gætu verið komnir í framleiðslu og notkun eftir um 10 ár. Framleiðsla rafmagns með kjarnasamruna er bæði öruggari og skilvirkari en framleiðsla með kjarnaklofnun eins og gert er í kjarnorkuverum samtímans, auk þess sem geislavirkur úrgangur frá vinnslunni er hverfandi. Notast er við tvívetni og þrívetni í kjarnasamrunanum, en fyrirtækið telur að í framtíðinni verði hægt að notast við efni sem framleiða engan geislavirkan úrgang.
(Sjá frétt Planet Ark í dag).