Lífrænn matur jafn ódýr og tilbúinn

ekologiskt_vidjoÁ dvalarheimilinu Bryggergården í Kaupmannahöfn er heldri borgurum boðið upp á lífrænan mat í mötuneytinu, en yfirmaður eldhússins segir matinn vera á svipuðu verði og tilbúinn mat. Gæðin eru hins vegar talsvert meiri. Áður var aðallega notast við tilbúinn frosinn mat og dósamat í eldhúsinu, en nú eru 90-100% af matvörunni lífræn og mun meira af heimatilbúnum mat. Reynslan hefur sýnt að heilsa vistmanna hefur batnað, maturinn er bragðbetri og lífsgæði meiri. Fyrir breytinguna var meirihluti vistmanna undir kjörþyngd en fjórum árum síðar voru aðeins tveir einstaklingar of léttir. Dregið hefur úr kostnaði þar sem matvælin eru að miklu leyti unnin í eldhúsinu í stað þess að keypt sé unnin vara. Einnig hefur kostnaður minnkað vegna aukinnar áherslu á að koma í veg fyrir matarsóun, nota árstíðarbundin matvæli og minnka kjötneyslu.
(Sjá frétt Økologisk landsforening 16. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s