Samtök lífrænna framleiðenda í Danmörku (Økologisk Landsforening) gera ráð fyrir að útflutningur Dana á lífrænt vottuðum vörum muni nema um 3 milljörðum danskra króna á þessu ári (um 50 milljörðum ísl. kr.). Á síðustu fjórum árum hefur þessi útflutningur fjórfaldast. Í samræmi við þetta ætla Danir sér stóra hluti á hinni árlegu kaupstefnu BioFach sem hefst í Nürnberg í Þýskalandi nk. miðvikudag, þar sem þeir hyggjast leggja sérstaka áherslu á nýja vöruflokka.
(Sjá frétt á heimasíðu Økologisk Landsforening í dag).
Danir stefna að stórauknum útflutningi á lífrænum vörum
Svara