Nýtt vottunarkerfi fyrir aðfangakeðjur

29052 (160x107)Fyrirtækið Carbon Trust kynnti í dag nýjan staðal fyrir vottun á aðfangakeðjum fyrirtækja með tilliti til kolefnislosunar. Til að fá vottun þurfa fyrirtæki að koma á samstarfi við birgja um minnkun kolefnislosunar og sýna fram á að tekist hafi að draga úr losun í einstökum hlutum aðfangakeðjunnar. Með staðlinum, sem er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum, er komið til móts við fyrirtæki sem hafa áttað sig á að bein umhverfisáhrif innan fyrirtækisins eru yfirleitt aðeins brot af þeim áhrifum sem verða til ofar í aðfangakeðjunni, svo sem við vinnslu hráefna, framleiðslu íhluta o.s.frv. Vottun aðfangakeðjunnar er því mikilvægur liður í að draga úr heildaráhrifum hinnar endanlegu vöru á umhverfið.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s