Páskafrí

12419331_1017950501607791_8157701367153057304_oUmhverfisfróðleikssíðan 2020.is er í páskafríi. Næsti fróðleiksmoli birtist á síðunni þriðjudaginn 29. mars 2016. Upplagt er að nýta tímann þangað til til að lesa eldri fróðleiksmola. Jafnframt er ærin ástæða til að forðast matarsóun um páskana. Gleðilega hátíð!

Páskaeggjaumbúðir endurunnar

Sainsburys-Easter-Egg-Rec-009Sérstökum endurvinnslutunnum fyrir páskaeggjaumbúðir hefur verið komið fyrir í 50 verslunum bresku keðjunnar Sainsbury’s. Í tunnurnar er hægt að skila harðplasti, mjúkplasti, pappa, álpappír, borðum og hvers kyns umbúðaúrgangi sem notaður er utan um páskaegg. Talið er að um 3.000 tonn af umbúðaúrgangi falli til í Bretlandi á hverju ári í tengslum við sölu á páskaeggjum og öðru páskatengdu súkkulaði. Með átaki sínu vill Sainsbury’s ýta undir aukna endurvinnslu og minnka magn heimilisúrgangs til urðunar.
(Sjá frétt The Guardian í dag).