Sérstökum endurvinnslutunnum fyrir páskaeggjaumbúðir hefur verið komið fyrir í 50 verslunum bresku keðjunnar Sainsbury’s. Í tunnurnar er hægt að skila harðplasti, mjúkplasti, pappa, álpappír, borðum og hvers kyns umbúðaúrgangi sem notaður er utan um páskaegg. Talið er að um 3.000 tonn af umbúðaúrgangi falli til í Bretlandi á hverju ári í tengslum við sölu á páskaeggjum og öðru páskatengdu súkkulaði. Með átaki sínu vill Sainsbury’s ýta undir aukna endurvinnslu og minnka magn heimilisúrgangs til urðunar.
(Sjá frétt The Guardian í dag).