Orkunotkun í Evrópu dregst saman

EU_orkunotkun_200Orkunotkun innan ESB árið 2013 var sú lægsta sem sést hefur frá því fyrir 1990 að því er fram kemur í tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins. Væntanlega á vaxandi áhersla aðildarríkjanna á orkunýtni stóran þátt í þessari þróun, en hluti af skýringunni liggur eflaust einnig í slæmu efnahagsástandi á evrusvæðinu á síðustu árum. Betri orkunýting hefur verið sérstaklega í brennidepli í nýjum aðildarríkjum, þar sem engin áhersla var lögð á slíka þætti áður en ríkin gengu í sambandið. Orkunotkun í Evrópu náði hágmarki árið 2006 þegar hún var um 1.832 milljónir olíuígildistonna, en árið 2013 var hún 9% lægri eða um 1.666 milljón tonn. Þrátt fyrir þetta er ESB ennþá mjög háð jarðefnaeldsneyti og um 50% af orkuþörfinni er mætt með jarðefnaeldsneyti frá löndum utan sambandsins.
(Sjá frétt the Guardian 9. febrúar).

Betri orkunýtni gerir ESB minna háð Rússum

The logo of Russian gas producer Gazprom.Hægt er að draga úr þörf Evrópusambandsríkja fyrir rússneskt jarðgas um þriðjung með því að ríki sambandsins setji sér ströng markmið í orkunýtni. Þetta er mat Institute for Public and Policy Research í framhaldi af umræðum innan ESB um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna framgöngu þeirra í Úkraínu, en hugsanlegt er talið að Rússar skrúfi fyrir gasið til að svara refsiaðgerðunum. Um 34% af orkunotkun innan ESB eru háð rússnesku jarðgasi og hefur þetta hlutfall hækkað á síðustu árum. Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Slóvakía og Búlgaría fá jafnvel alla sína orku með þessum hætti. Haft er eftir Rear Admiral Morisetti, fyrrum sendifulltrúa Bretlands, að þróun mála í Úkraínu og Mið-Austurlöndum hafi undirstrikað viðkvæmni orkuframboðs og þá pólitísku spennitreyju sem Evrópa er í á meðan hún er háð jarðefnaeldsneyti frá þessum óstöðugum svæðum. Besta leiðin til að losna úr spennitreyjunni sé að draga úr orkunotkun.
(Sjá frétt the Guardian í dag).