Betri orkunýtni gerir ESB minna háð Rússum

The logo of Russian gas producer Gazprom.Hægt er að draga úr þörf Evrópusambandsríkja fyrir rússneskt jarðgas um þriðjung með því að ríki sambandsins setji sér ströng markmið í orkunýtni. Þetta er mat Institute for Public and Policy Research í framhaldi af umræðum innan ESB um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna framgöngu þeirra í Úkraínu, en hugsanlegt er talið að Rússar skrúfi fyrir gasið til að svara refsiaðgerðunum. Um 34% af orkunotkun innan ESB eru háð rússnesku jarðgasi og hefur þetta hlutfall hækkað á síðustu árum. Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Slóvakía og Búlgaría fá jafnvel alla sína orku með þessum hætti. Haft er eftir Rear Admiral Morisetti, fyrrum sendifulltrúa Bretlands, að þróun mála í Úkraínu og Mið-Austurlöndum hafi undirstrikað viðkvæmni orkuframboðs og þá pólitísku spennitreyju sem Evrópa er í á meðan hún er háð jarðefnaeldsneyti frá þessum óstöðugum svæðum. Besta leiðin til að losna úr spennitreyjunni sé að draga úr orkunotkun.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s