Hægt er að draga úr þörf Evrópusambandsríkja fyrir rússneskt jarðgas um þriðjung með því að ríki sambandsins setji sér ströng markmið í orkunýtni. Þetta er mat Institute for Public and Policy Research í framhaldi af umræðum innan ESB um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna framgöngu þeirra í Úkraínu, en hugsanlegt er talið að Rússar skrúfi fyrir gasið til að svara refsiaðgerðunum. Um 34% af orkunotkun innan ESB eru háð rússnesku jarðgasi og hefur þetta hlutfall hækkað á síðustu árum. Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Slóvakía og Búlgaría fá jafnvel alla sína orku með þessum hætti. Haft er eftir Rear Admiral Morisetti, fyrrum sendifulltrúa Bretlands, að þróun mála í Úkraínu og Mið-Austurlöndum hafi undirstrikað viðkvæmni orkuframboðs og þá pólitísku spennitreyju sem Evrópa er í á meðan hún er háð jarðefnaeldsneyti frá þessum óstöðugum svæðum. Besta leiðin til að losna úr spennitreyjunni sé að draga úr orkunotkun.
(Sjá frétt the Guardian í dag).