Orkunotkun í Evrópu dregst saman

EU_orkunotkun_200Orkunotkun innan ESB árið 2013 var sú lægsta sem sést hefur frá því fyrir 1990 að því er fram kemur í tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins. Væntanlega á vaxandi áhersla aðildarríkjanna á orkunýtni stóran þátt í þessari þróun, en hluti af skýringunni liggur eflaust einnig í slæmu efnahagsástandi á evrusvæðinu á síðustu árum. Betri orkunýting hefur verið sérstaklega í brennidepli í nýjum aðildarríkjum, þar sem engin áhersla var lögð á slíka þætti áður en ríkin gengu í sambandið. Orkunotkun í Evrópu náði hágmarki árið 2006 þegar hún var um 1.832 milljónir olíuígildistonna, en árið 2013 var hún 9% lægri eða um 1.666 milljón tonn. Þrátt fyrir þetta er ESB ennþá mjög háð jarðefnaeldsneyti og um 50% af orkuþörfinni er mætt með jarðefnaeldsneyti frá löndum utan sambandsins.
(Sjá frétt the Guardian 9. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s