Í síðustu viku var svonefndri „vinnubílaáskorun“ hleypt af stokkunum í Vänersborg í Svíþjóð. Fyrirtæki, sveitarfélög og samtök sem taka áskoruninni skuldbinda sig til að hafa eingöngu rafbíla, tengiltvinnbíla eða metanbíla til ráðstöfunar fyrir starfsmenn sína og huga jafnframt að því að nýta aðrar samgönguleiðir, svo sem reiðhjól, almenningssamgöngur eða deilibíla. Áskorunin er hluti af átakinu Fossilfritt Sverige, sem hófst í aðdraganda Parísarráðstefnunnar 2015. Fyrirtæki og stofnanir kaupa um helming allra nýrra bíla sem seldir eru í Svíþjóð og því skiptir miklu máli hvers konar bílar verða fyrir valinu. Ástæða þess að áskorunin var kynnt í Vänersborg er sú að sveitarfélögin á því svæði, beggja vegna sænsku/norsku landamæranna, hafa sett sér það takmark að hætta að nota jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2030. Yfirskrift þess verkefnis er Hela Gröna Vägen eða „Alla græna leið“.
(Sjá frétt Gröna bilister 5. október).