Sky hættir að nota einnota plast

Fréttaveitan Sky ætlar að hætta allri notkun á einnota plasti í nýjum vörum fyrir lok þessa árs og árið 2020 á einnota plast að heyra sögunni til í allri starfsemi fyrirtækisins, svo og hjá birgjum þess. Með þessu vill Sky leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að plastrusl endi í hafinu, en átakið er hluti af verkefninu Sky Ocean Rescue. Þegar átakið var kynnt sagði Jeremy Darroch, forstjóri Sky, að Sky þyrfti að axla sinn hluta af ábyrgðinni og að fyrirtækið hefði ótrúlega góðar forsendur til að hafa jákvæð áhrif, þar sem starfsemi þess næði inn á 23 milljónir heimila í Evrópu.
(Sjá frétt Sky 17. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s