Allmargar stofnanir kaþólsku kirkjunnar ætla að losa sig við hlutabréf sín í kola-, olíu- og gasiðnaði. Heildarupphæð þessara fjármagnsflutninga liggur ekki fyrir en þetta verður stærsta fjárlosunaraðgerð trúartengdra stofnana hingað til. Christiana Figueres, fyrrv. framkvæmdastjóri Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, hefur fagnað þessu framtaki, enda sé það bæði skynsamlegt frá fjárhagslegu sjónarmiði og siðferðileg nauðsyn. Tilkynningin um þessa aðgerð kirkjustofnananna var birt 3. október, á dánardægri heilags Frans frá Assisi og á rætur í páfabréfinu Laudato Si sem nafni hans, Frans páfi, skrifaði vorið 2015.
(Sjá frétt The Guardian 3. október).