10% af víðernum jarðar eyðilögð á 25 árum

2020guardianwilderness3266-160x104Mannkynið hefur eytt 10% af víðernum jarðar á síðustu 25 árum að því er fram kemur í nýjum rannsóknarniðurstöðum. Sérfræðingar óttast að með sama áframhaldi verði engin víðerni eftir óröskuð eftir 100 ár. Frá árinu 1993 hafa um 3,3 milljónir ferkílómetra af víðernum verið lagðir undir athafnir manna, en það samsvarar 33-földu flatarmáli Íslands. Um þriðjungur þessarar eyðingar hefur átt sér stað á Amazonsvæðinu og 14% í miðhluta Afríku, þar sem m.a. var að finna þúsundir tegunda af lífverum, þ.á m. skógarfíla og simpansa. Þessi þróun mála kemur ekki eingöngu hart niður á tegundum í útrýmingarhættu, heldur felur hún líka í sér mikla loftslagsógn þar sem gríðarlegt magn af kolefni losnar út í andrúmsloftið við eyðingu skóga. Víðerni eru í þessu samhengi skilgreind sem svæði sem eru „að miklu leyti ósnortin vistfræðilega“ og „að mestu laus við truflun af mannavöldum“.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s