Fyrstu Svansmerktu kaffimálin komin á markað

mugg_liggande-160x93Nú er í fyrsta sinn hægt að drekka morgunkaffið úr Svansmerktum einnota kaffimálum. Finnska fyrirtækið Huhtamaki sem framleiðir kaffimál fyrir mörg stórfyrirtæki fékk á dögunum leyfi til að merkja þessa framleiðsluvöru sína með Svaninum. Til að fá Svaninn þurfa drykkjarmálin að vera a.m.k. að níu tíunduhlutum úr endurnýjanlegu hráefni, pappinn sem notaður er verður að koma úr sjálfbærri skógrækt og rekjanleiki efnisins verður að vera tryggður. Lím, litarefni og efni til yfirborðsmeðhöndlunar verða að vera samþykkt af Svaninum og málin mega ekki innihalda efni sem geta skaðað umhverfi eða heilsu.
(Sjá frétt á heimasíðu Svansins í Svíþjóð 30. ágúst).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s