Norðmenn veiða rusl

width_680.height_330.mode_crop.Anchor_TopleftUmhverfisstofnun Noregs hefur samið við fyrirtækið Salt Lofoten AS um að stýra tveggja ára tilraunaverkefni um veiðar á rusli í norskri lögsögu. Verkefnið er hluti af viðleitni aðildarríkja OSPAR-samningsins til að draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem rusl hefur á lífríki sjávar. Fiskiskip sem taka þátt í verkefninu fá afhenta stórsekki sem þau safna í öllum úrgangi sem kemur upp með veiðarfærum. Fullum sekkjum er síðan skilað í höfnum sem þátt taka í verkefninu og þar verður innihaldið flokkað, skráð og komið í viðeigandi meðhöndlun. Markmiðið með verkefninu er ekki aðeins að fjarlægja rusl úr hafinu, heldur einnig að fræða sjómenn um umfang vandans, fá yfirlit yfir samsetningu úrgangsins og finna hentugar endurvinnsluleiðir. Stór hluti af ruslinu í hafinu er plast, gúmmí og málmar, sem allt á það sameiginlegt að brotna seint eða aldrei niður í náttúrunni. Áætlað er að um 15% af því rusli sem fer í sjóinn reki á land, um 15% fljóti um og um 70% sökkvi til botns. Heildarmagnið fer vaxandi ár frá ári.
(Sjá frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar Noregs 23. ágúst).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s