Milljón plastagnir í hverri flösku

150826102034_1_540x360Ýmsar snyrtivörur innihalda gríðarlegt magn plastagna (míkróplasts) sem bætt er í vöruna sem fylliefni eða til að gefa henni skröpunareiginleika. Í rannsókn vísindamanna við háskólann í Plymouth kom í ljós að einn skammtur af snyrtivörum, t.d. skrúbbkremi fyrir andlit, getur innihaldið allt að 100.000 plastagnir. Þessar agnir eiga greiða leið í gegnum fráveitukerfi og út í umhverfið, þar sem þær safnast fyrir og geta valdið lífríkinu verulegum skaða. Talið er að allt að 80 tonn af slíku plasti berist til hafs á ári hverju í Bretlandi einu. Vitað er um 80 tegundir af húðvörum og snyrtivörum á breskum markaði sem innihalda plastagnir, þ.á.m. handsápur, tannkrem, rakkrem, freyðiböð, sólarvörn og sjampó. Með því að nota rafeindasmásjá töldu vísindamennirnir 137.000 til 2,8 milljónir plastagna í 150 ml. skammti af þessum vörum. Nokkrir framleiðendur hafa heitið því að hætta að bæta plastögnum í vörurnar sínar, en hægt virðist miða í því.
(Sjá frétt Science Daily í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s