Endurvinnsluátak hjá H&M

73567Fatarisinn H&M, sem nú er orðin næststærsta fataverslunarkeðja í heimi, ætlar hér eftir að veita árleg verðlaun upp á milljón evrur (um 148 millj. ísl. kr.) fyrir nýja tækni til að endurvinna föt. Í næstu viku mun H&M jafnframt setja á markað nýja gallabuxnalínu með endurunninni bómull. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M, sagði af þessu tilefni að ekkert fyrirtæki í fataiðnaði gæti haldið áfram á þeirri braut sem greinin væri nú á og að tilgangurinn með verðlaununum væri ekki síst að finna nýja tækni til að endurvinna textílþræði án þess að gæði þeirra minnkuðu. H&M og fleiri fataframleiðendur hafa vaxandi áhyggjur af yfirvofandi bómullarskorti samfara fjölgun mannkyns og útbreiddum einnotahugsunarhætti. Í þessu felst mikil áskorun fyrir H&M sem hefur lagt megináherslu á ódýr föt. Lágt verð felur í sér aukna hættu á að fötum sé fleygt fyrr en ella og ný keypt í staðinn.
(Sjá frétt PlanetArk í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s