Gulrótum og bönunum úr hefðbundinni ræktun úthýst hjá Irma

ImageGenUm miðjan þennan mánuð hætti danska verslunarkeðjan Irma að selja gulrætur og banana sem ekki eru með lífræna vottun. Keðjan hefur sett sér það markmið að árið 2025 verði markaðshlutdeild lífrænnar matvöru komin upp í 50% í verslunum keðjunnar. Sala á lífrænum matvörum jókst um 10% á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tíma í fyrra og nálgast nú 30% af allri matvörusölunni. Óvottaðar gulrætur og bananar voru farin að seljast svo illa að það var ekki talið svara kostnaði að halda áfram að bjóða kaupendum þessar vörur. Sala á lífrænt vottuðum bönunum var komin í 92% af heildinni og fyrir gulrætur var talan komin í 85%.
(Sjá frétt á heimasíðu Økologisk Landsforening 10. ágúst).

2 hugrenningar um “Gulrótum og bönunum úr hefðbundinni ræktun úthýst hjá Irma

  1. Bakvísun: Sala á lífrænum matvælum 35% meiri en í fyrra | 2020

  2. Bakvísun: Eingöngu lífrænt hveiti í hillunum hjá Irma | 2020

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s