Flestir rafbílar skráðir í Bandaríkjunum

tesla_160Um 41% allra rafbíla í heiminum eru skráðir í Bandaríkjunum, en ótrúleg aukning hefur verið í sölu slíkra bíla síðan Nissan Leaf og Chevrolet Volt voru settir á markað vestra árið 2010. Þá hefur drægni Tesla bílanna haft mikil áhrif á markaðinn og aukið trú fólks á getu rafbíla til að koma í staðinn fyrir hefðbundna bíla. Í árslok 2014 voru um 712.000 rafbílar skráðir í heiminum, þar af um 290.000 í Bandaríkjunum. Japan er í öðru sæti hvað þetta varðar og Kína í því þriðja. Markaðsgreiningar benda til að Bandaríkin muni leiða rafbílavæðinguna næstu 5 ár en eftir það er talið líklegt að Evrópa verði stærsti markaðurinn, þar sem stefnumótun Evrópuríkja er hagstæðari fyrir rafbílaeigendur, m.a. vegna kolefnisskatta og niðurgreiðslna fyrir vistvæna bíla.
(Sjá frétt ENN 21. apríl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s