Um 8 milljón tonn af plasti í hafið árlega

marinedebris_160Um 8 milljón tonn af plastúrgangi enda í hafinu á ári hverju samkvæmt nýrri rannsókn National Centre of Ecological Analysis and Synthesis (NCEAS), en hingað til hefum mönnum gengið illa að áætla hversu mikið magn væri þarna um að ræða. Í rannsókninni voru skoðaðar úrgangstölur frá 192 löndum og reiknað út frá þeim að 4,8-12,7 milljónir tonna af plasti hefðu borist á haf út árið 2010. Miðgildið var 8 milljón tonn. Plastrusl er orðið stórt vandamál fyrir vistkerfi sjávar, þar sem það getur kæft eða kyrkt sjávardýr, auk þess sem plastið getur ferjað eiturefni inn í fæðukeðjuna. Plastið í sjónum á m.a. uppruna sinn að rekja til illa rekinna opinna urðunarstaða og rangrar meðhöndlunar almennings á plastúrgangi. Aukin áhersla á úrgangsforvarnir og betri úrgangsstjórnun eru því lykilatriði í viðleitninni til að draga úr þessum vanda.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s