Sólarplötur hækka fasteignaverð

solarpanel_160Sólarplötur á húsþökum geta hækkað verð viðkomandi fasteignar um allt að 15.000 dollara (tæpar 2 millj. ísl. kr.) samkvæmt nýrri skýrslu frá U.S. Department of Energy’s Lawrence Berkeley Laboratory, sem byggð er á upplýsingum um fasteignaviðskipti í 8 ríkjum Bandaríkjanna á tímabilinu 1999-2013. Sólarplötur draga nú þegar úr raforkukostnaði húseigenda sem fjárfesta í slíkum búnaði, en í skýrslunni er bent sérstaklega á langtímasparnaðinn. Fyrirtæki sem selja sólarplötur hafa í auknum mæli leigt búnaðinn út, en þá greiðir húseigandinn mánaðarlegt gjald í stað þess að þurfa að leggja út fyrir stofnkostnaði. Leigður búnaður getur hins vegar lækkað verð fasteignar, þar sem þá þurfa nýir eigendur að taka á sig hærri mánaðarlegan kostnað. Verð fyrir sólarorkubúnað fyrir heimili fer stöðugt lækkandi og hafa vinsældir slíks búnaðs aukist í samræmi við það.
(Sjá frétt Daily Finance 9. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s