Breska ríkisstjórnin svíkur grænt loforð

investing_in_coal_160Á valdatíma núverandi ríkisstjórnar í Bretlandi hafa þarlend stjórnvöld veitt 300 sinnum meira fé til stuðnings við vinnslu og nýtingu jarðefnaeldsneytis erlendis en til þróunar sjálfbærra orkugjafa. Yfirvöld hafa þannig rofið hið svokallaða „græna fyrirheit“ í stjórnarsáttmálanum frá 2010, þar sem ríkisstjórnin hét því að ýta undir þróun sjálfbærra orkugjafa erlendis og velja slíka orkugjafa umfram aðra. Í sáttmálanum kom einnig fram að ríkisstjórnin vildi vera leiðandi í útflutningi þekkingar og tækni sem tengist sjálfbærri orku. Stuðningur við óendurnýjanlega orkugjafa er kominn í samtals um 1,13 milljarða punda (um 229 milljarða ísl. kr.) það sem af er, aðallega í formi lána og lánatrygginga vegna verkefna í Brasilíu og Rússlandi. Hins vegar hafa aðeins um 3,6 milljónir punda (um 728 milljónir ísl. kr.) farið í uppbyggingu endurnýjanlegrar orku erlendis, og var þeirri upphæð nánast allri varið í uppbyggingu vindorkuvers í Þýskalandi.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s