Samnýting sífellt vinsælli

fritidsbanken_160Það verður sífellt vinsælla að lána, skipta og deila með öðrum í staðinn fyrir að eiga hlutina einn og sjálfur, ef marka má frétt sænska ríkissjónvarpsins SVT. Stöðin birti nýlega fréttainnskot frá sænska bænum Deje, en þar er starfræktur sérstakur tómstundabanki sem lánar út ýmiss konar tómstundabúnað til íbúa bæjarins, þeim að kostnaðarlausu. Íbúar gefa til bankans ýmsan búnað sem annars á það til að safnast upp í bílskúrum, svo sem skauta og skíði. Samnýting af ýmsu tagi verður sífellt vinsælli og í löndum á borð við Svíþjóð, Holland, Bandaríkin og England hafa fatabankar, samkeyrsla, verkfærabankar og íbúðaskipti mjög rutt sér til rúms. Ýmis viðskiptatækifæri geta leynst í þessu samnýtingarhagkerfi (deilihagkerfi) eins og sjá má m.a. á skjótum uppgangi og ábatasömum rekstri vefsíðunnar Airbnb.
(Sjá frétt SVT í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s