Bandaríkjamenn endurvinna framrúður

framrudur_160Bandaríska fyrirtækið Safelite AutoGlass sem vinnur við að skipta um framrúður í bílum hefur í samstarfi við endurvinnsluaðila þróað aðferð til að endurvinna glerið. Með þessu var komið í veg fyrir að um 23.000 tonn af gleri færu í urðun á síðasta ári. Erfitt hefur reynst að endurvinna framrúðugler, vegna þess að rúðurnar eru lagskiptar. Hver rúða er gerð úr tveimur glerplötum með millilagi af gegnsæu resíni (nánar tiltekið pólývínýlbútýrali (PVB)). Millilagið heldur rúðunni saman ef glerið brotnar en gerir það jafnframt að verkum að erfitt er að ná efnunum í sundur. Hin nýja aðferð felst í að mylja rúðurnar niður og flokka síðan eindirnar í sérstakri vél í gler (90%) og PVB (7%). Glerið er hægt að nota í framleiðslu á glertrefjum til einangrunar og PVB nýtist í framleiðslu á endurunnu plasti.
(Sjá frétt Waste Management World 10. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s