Stórfyrirtækin Volvo og Siemens hafa tekið upp samstarf á heimsvísu til að stuðla að rafvæðingu almenningssamgangna í borgum. Samkomulag fyrirtækjanna snýst um heildstæðar lausnir, þar sem Volvo sér um framleiðslu og sölu rafstrætisvagna og tvinnvagna en Siemens þróar og setur upp hraðhleðslustöðvar þar sem hægt verður að hlaða vagnana á aðeins 6 mínútum. Fyrirtækin sjá mikil sóknarfæri í samstarfinu, enda sé hagkvæmt fyrir yfirvöld að innviðir séu staðlaðir og að sömu aðilar komi að þróun strætisvagna og uppsetningu innviða. Borgaryfirvöld í Hamborg í Þýskalandi hafa nú þegar keypt þrjá tvinnvagna og fjórar hleðslustöðvar frá Volvo og Siemens og á næstunni verða sett upp rafvagnakerfi í Stokkhólmi og Gautaborg. Samtals hefur Volvo selt um 5.000 tvinn- og rafstrætisvagna síðan 2009.
(Sjá frétt á heimasíðu Siemens 29. janúar).