Nýju þalötin engu betri

DiNPDíísónónýlþalat (DiNP), sem komið hefur í staðinn fyrir díetýlhexýlþalat (DEHP) sem mýkingarefni í PVC-plasti virðist hafa sömu hormónaraskandi eiginleika og fyrirrennarinn samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans í Karlstad í Svíþjóð. Notkun á DiNP hófst eftir að Evrópusambandið bannaði notkun DEHP í leikfangaframleiðslu vegna hormónarsakandi áhrifa efnisins. Í þessari nýju rannsókn var bilið milli endaþarmsops og limrótar mælt á 196 tæplega tveggja ára gömlum drengjum, auk þess sem greind voru þvagsýni úr mæðrum sömu drengja frá því á 10. viku meðgöngunnar. Í ljós kom fylgni á milli umrædds bils og styrks DiNP í þvagi mæðranna, en þetta gefur vísbendingu um að DiNP hafi hormónaraskandi áhrif á fóstur. Höfundar rannsóknarinnar telja þörf á að endurskoða aðferðir við val á nýjum efnum til að tryggja skaðleysi þeirra betur en nú er gert.
(Sjá frétt SVT 30. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s